Þessi skýrimynd varð kveikja að sambærilegum útreikningum hjá mér fyrir íslendinga. Útreikningana birti ég á sínum tíma á stórgóðri en háleynilegri kaffigrúppu sem ég er í á Facebook en niðurstöðunum ætti auðvitað að deila sem víðast.

Hallgrímskirkjur eru besti mælikvarði okkar íslendinga á stóra hluti. Hingað til hafa slíkir samanburðir nánast einskorðast við hæð eða dýpt tiltekinna fyrirbæra en augljóslega má líka mæla rúmmál í Hallgrímskirkjum.

Hér eru mínir útreikningar, ég miða við ár frekar en dag. Endilega bendið á ef ég er að fara vitlaust með eða reikna vitlaust út, gerði þessa útreikninga vel kaffivíraður í lok vinnudags.

Samkvæmt Hagstofunni er kaffi-innflutningur síðustu 12 ára að meðaltali 2.284 tonn á ári. Inn í þessu er reyndar líka kaffilíki og öll innlend ræktun er fyrir utan þetta, sem ber að hafa í huga.

2284 tonn = 2.284.000.000 g
2.284.000.000 g ÷ 55 g/l = 41.527.272 lítrar af kaffi drukknir á Íslandi á ári1.
41.527.272 l ÷ 1000 l/m3 = 41.527 m3 af kaffi drukknir á Íslandi á ári2.
41.527 m3/kaffi á ári ÷ 24.230 m3/í Hallgrímskirkju = 1.714 Hallgrímskirkjur af kaffi á ári3.
Svo við drekkum rétt tæplega tvær Hallgrímskirkjur af kaffi á ári. Betur má ef duga skal!Samkvæmt skilgreiningum Specialty Coffee Association of America eru 55 gröm af kaffi í einum líter. ↩1.000 l af vatni í einum rúmmetra, geri ráð fyrir að það sé svipað með kaffi ↩Hallgrímskirkja er 24.230 rúmmetrar. ↩

Þessi skýrimynd varð kveikja að sambærilegum útreikningum hjá mér fyrir íslendinga. Útreikningana birti ég á sínum tíma á stórgóðri en háleynilegri kaffigrúppu sem ég er í á Facebook en niðurstöðunum ætti auðvitað að deila sem víðast.

Hallgrímskirkjur eru besti mælikvarði okkar íslendinga á stóra hluti. Hingað til hafa slíkir samanburðir nánast einskorðast við hæð eða dýpt tiltekinna fyrirbæra en augljóslega má líka mæla rúmmál í Hallgrímskirkjum.

Hér eru mínir útreikningar, ég miða við ár frekar en dag. Endilega bendið á ef ég er að fara vitlaust með eða reikna vitlaust út, gerði þessa útreikninga vel kaffivíraður í lok vinnudags.

Samkvæmt Hagstofunni er kaffi-innflutningur síðustu 12 ára að meðaltali 2.284 tonn á ári. Inn í þessu er reyndar líka kaffilíki og öll innlend ræktun er fyrir utan þetta, sem ber að hafa í huga.

 • 2284 tonn = 2.284.000.000 g

 • 2.284.000.000 g ÷ 55 g/l = 41.527.272 lítrar af kaffi drukknir á Íslandi á ári1.

 • 41.527.272 l ÷ 1000 l/m3 = 41.527 m3 af kaffi drukknir á Íslandi á ári2.

 • 41.527 m3/kaffi á ári ÷ 24.230 m3/í Hallgrímskirkju = 1.714 Hallgrímskirkjur af kaffi á ári3.

Svo við drekkum rétt tæplega tvær Hallgrímskirkjur af kaffi á ári. Betur má ef duga skal!


 1. Samkvæmt skilgreiningum Specialty Coffee Association of America eru 55 gröm af kaffi í einum líter

 2. 1.000 l af vatni í einum rúmmetra, geri ráð fyrir að það sé svipað með kaffi 

 3. Hallgrímskirkja er 24.230 rúmmetrar

 1. akikaze reblogged this from icelandiclanguage
 2. vonbrigdi reblogged this from annaslagathor
 3. annaslagathor reblogged this from icelandiclanguage
 4. kspooktan reblogged this from icelandiclanguage
 5. icelandiclanguage reblogged this from karltryggvason
 6. karltryggvason posted this